föstudagur, janúar 20, 2006

Rökræður við fábjána

Í samtali við nokkra rétttrúnaðarpostula um daginn talaði ég eins og HIV-smit og alnæmi væru sama hugtakið. Riddarar réttlætisins brugðust þá alveg ókvæða við eins og ég hefði kastað grýlukertum í ungabarn og spurðu hvað ég væri eiginlega að meina með þessum málflutningi mínum. Sá sem væri HIV-smitaður væri ekkert endilega með alnæmi og því væri ég fordómafullur aumingi með staðreyndaveilur og að halda öðru fram væri mannhatur og tillitsleysi.

Ég sé fyrir mér tvo einstaklinga, 1 og 2. Áður en 1 samþykkir kynferðismök við 2 spyr 1: Ertu nokkuð með alnæmi? Nehei, svarar 2. Síðan smitast 1 af HIV sem breytist í alnæmi tiltölulega fljótt og kemur alveg brjálaður til 2: Þú sagðist ekki vera með AIDS!

2: Hey, það var formgalli í spurningunni!