sunnudagur, október 08, 2006

Allt varð þér að ljóði, af hverju ekki þetta?

Æ, hefur hagmælt alþýða aldrei nokkurn tíma ort stutta og laggóða minnisrímu um röð og ætt fornra Noregskonunga? sbr. Danakonungaformúluna: Kristján Y-ti = undanfarandi Friðrik X-ti + 2.

Og nei, ég nenni ekki að bera mig eftir Nóregs konungatali, 83 erinda dróttkvæði undir kviðuhætti. Sem er þar að auki erfitt að nálgast.