miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Drottinn, skunda mér til hjálpar

Í gær þreif ég klósettið hjá mér í fyrsta skipti sjálfur. Einn. Yfirgefinn. Án aðstoðar. Eða tilsagnar. Ég notaði til þess tvenns konar hreinsiefni. Claudio Monteverdi lék fyrir klóaksdansinum með Davíðssálmum. Mér finnst eins og líf mitt hafi hafist í einhverjum skilningi í gær.