föstudagur, febrúar 23, 2007

Klósett

Af mörgum ástæðum er það ekki gott að drekka 750 ml. af kókómjólk með kanilsnúði.

---

Athugasemd um íslenskar málstofnanir: Mér er nákvæmlega sama þó að Auglýsing um greinarmerkjasetningu segi að ekki beri að setja punkt á eftir mælieiningum úr metrakerfinu, því það er heimskulegt. Sömuleiðis lýsi ég furðu minni og ógeði á því að Orðabók Háskólans sjái sér ekki fært að hafa orðið kanilsnúður fullbeygt í plöggum sínum. Vill stofnunin halda því fram að kanilsnúða sé ekki neytt á Íslandi?

---

Uppfært: Rannsókn hefur leitt í ljós að orðið kanelsnúður er til hjá Orðabókinni. En það rýrir ekki gagnrýni mína hér að framan, því ég var að leita upplýsinga um kanilsnúðinn sem ég át og vildi rita um, það var ekki kanelsnúður.