miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Er það efni í fyrirsögn þótt einhver segi interpret með áherslu á fyrsta atkvæði?

Hjartað í mér tók kipp þegar ég renndi augum yfir fyrirsögn á blaðsíðu 10 í Fréttablaðinu í dag, en þar stóð: „Ósamræmi í framburði“ og ég hélt að ég hefði loksins hitt einhvern sem deildi skoðun með mér á því hvað skipti mestu máli í lífinu, sem sagt samræmi í framburði, en þá reyndist þetta vera frétt um framburð tveggja forsvarsmanna Baugs fyrir dómi um fyrirtæki
á Bahama-eyjum en ekki um tungumál og þess vegna varð ég vonsvikinn.