laugardagur, apríl 19, 2003

Ítalar

Talandi um hvað Ítalar eru dysfúnksjónal þjóð.

Í seinni heimsstyrjöldinni hernámu þeir Albaníu, og réðust síðan inn í Grikkland í október 1940. Grikkir tóku hraustlega á móti þeim og hröktu hinn afspyrnulélega ítalska her út úr landinu.

En Grikkirnir voru ekki búnir. Nei, nei. Sjö milljóna þjóðin hélt áfram inn í Albaníu og rak 45 milljóna þjóðina á undan sér uns Þjóðverjar komu og björguðu Ítölum.

Sagan segir að franskir varðmenn á landamærum Ítalíu og Frakklands hafi af þessu tilefni sett upp skilti sem á var letrað: „Grikkir, athugið! Hér byrjar Frakkland.“