laugardagur, mars 26, 2005

Þetta kom miklu róti á huga minn og ég stóð skilningsvana frammi fyrir þeim hyldjúpa efa sem leikurinn hafði skapað í huga mínum við dagleg netfíflalæti. Er heimurinn eins og við skynjum hann? Hver eru hinstu rök mín?

Draga á þversummu tveggja stafa tölunnar x (frá 10-99) frá x. Miðað við þessi skilyrði getur útkoman aðeins verið tölurnar 9, 18, 21, 27, 36, 45, 54, 55, 63, 72, 81 og 91. Engar aðrar tölur koma til greina. Með því að rótera táknum milli skipta er dregin dul á að sama táknið er ævinlega haft við þessar tölur.

Enn og aftur hefur vísindahyggjan sigrað mystisismann. Múaha.

Guð er án efa næstur á hit-lista internetleikjaframleiðenda.