föstudagur, apríl 08, 2005

Á blaðsíðu 14 í Morgunblaðinu í dag segir í myndatexta: „Ítalskur lögreglumaður notar hund við sprengjuleit á Péturstorginu.“

Allir sæmilega gáfaðir menn sem hafa kynnt sér staðhætti vita af afstöðu kúpulsins og úrverksins á þakinu að þetta getur ekki verið inni á Péturstorginu. Maðurinn er staddur við súlnaröðina á Via Paolo VI.

Það væri alveg öltimet að senda þetta sem leiðréttingu: „Athugasemd frá spjátrungi.“