föstudagur, apríl 22, 2005

Nei, danskan er eiginlega farin að verða of létt. Ég uppgötvaði það þegar prestur nokkur var kallaður sjælesørger. Þegar ég uppgötva að tungumál er ekkert nema umritun á mínu eigin máli þá segi ég stopp.

Nú ætla ég að læra kínversku. Eitthvað við r-hljóðin sem kveikir í mér. Svo er líka hættan á kognöntum á borð við sjælesørger mjög hverfandi: *Kvún tong sjá kei van sjælesørger dong.

Ég vildi óska þess að hér á landi væri rekinn kaþólskur menntaskóli með alvitrum frönskum jesúítum við katedruna. Jesúítar kenndu Voltaire að skrifa skikkanligan stíl. Ég hefði máski farið í þann menntaskóla.