föstudagur, júní 17, 2005

Í fyrra spáði ég réttilega fyrir um það að Brynhildur Guðjónsdóttir yrði fjallkona. Ég er ekki jafnviss í ár. Reyndar hef ég ekki hugmynd. Brynhildur var einhvern veginn svo borðleggjandi í fyrra. Í ár hefur engin sérstök skúespilerína verið áberandi. Annus horribilis fjallkonensis. Við fjölmenningarsinnar munum samt berjast fyrir því áfram að fá Leoncie færða í skautbúninginn, sama hver hneppir hrossið á morgun.

Annars var ég svo upptekinn af heimsveldissinnuðum aulabröndurum í dag að ég gleymdi að auglýsa eigin þátt á Rás 1 sem var kl. 20 í kvöld. Svo var Ingveldur G. Ólafsdóttir skrifuð fyrir honum í Mogganum. Búhú. Og hann er ekki á netinu.