laugardagur, júlí 09, 2005

Stúdíó 3, kl. 18:51, síminn hringir

„Sæll, ungi maður. Hvað heitir þú? Xur Xursson þulur heiti ég. Hefir þú engan metnað fyrir hönd íslenzkrar þjóðar? Veiztu hvað Baldvin Einarsson, ritstjóri Ármanns á Alþingi, kallaði menn eins og þig? Renegada, eða undanvillinga! Það er undanvillingaháttur að spila erlenda tónlist í hléi í þjóðarútvarpi Íslendinga. Þú hefur úr svo miklu að velja fyrir þessar þrjár mínútur, og þú velur Benny Goodman! Vonandi bætir þú úr þessu, ef þú vilt ekki fara á svarta listann hjá mér!“

Svo mörg voru þau orð, og ekki fleiri.