Ég er nú að endurnýja kynni mín við Star Trek: The Next Generation á DVD-diskum. Fyrstu kynni mín við þá þætti átti ég fyrir margt löngu þegar hann var sýndur seint á kvöldin á Sýn. Þá lét ég mömmu taka hann upp og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim úr skólanum daginn eftir var að horfa á hann.
Þeir hafa í engu misst sjarma sinn. Skemmtilegast núna er að horfa á þá á mismunandi málum. Þessir DVD-diskar, maður. Á þeim er, auk enskunnar, þýskt, fransk, spænskt og ítalskt tal. Oft í lok hvers þáttar stendur kapteinn Picard upp og bandar hendi og segir „Engage!“ og Enterprise þeytist út í geim. Vitið þið hvað hann segir á þýsku? „BESCHLEUNIGEN!“ Hahaha. Beschleunigen. Haha. Asnalega tungumál.
Þeir hafa í engu misst sjarma sinn. Skemmtilegast núna er að horfa á þá á mismunandi málum. Þessir DVD-diskar, maður. Á þeim er, auk enskunnar, þýskt, fransk, spænskt og ítalskt tal. Oft í lok hvers þáttar stendur kapteinn Picard upp og bandar hendi og segir „Engage!“ og Enterprise þeytist út í geim. Vitið þið hvað hann segir á þýsku? „BESCHLEUNIGEN!“ Hahaha. Beschleunigen. Haha. Asnalega tungumál.
<< Home