þriðjudagur, janúar 24, 2006

Fjandinn hirði þig, Lúðvík

Af hverju get ég ekki skrifað texta heima hjá mér á samræmdu Wimmer-málstigi og unnið svo með textann í tölvum skólans? AF HVERJU?! Af hverju virka ReykjavikTimes og AkureyriTimes ekki þótt þeim sé pundað af áfergju í slíður hverrar tölvunnar á fætur annarri? AF HVERJU!?!

Þetta veldur marktækum töfum á fróðleiksinnsogi mínu.

Nú ætla ég að gerast svo djarfur að biðja Bjarka Má Karlsson, eða hvern þann annan sem vel kann, að útskýra þetta fyrir mér, ef svo vill til að hann lesi þessi orð.