laugardagur, febrúar 04, 2006

Hugtökin „leðuról“ og „hægt andlát“ komu upp í hugann klukkan þrjú í nótt þegar nágranninn hélt enn uppi öskrandi fullra-fólka-fjöldasöng með dyggum stuðningi geðveikt háværra magnaratengdra bassabongótromma. Hvaða fáviti kemur upp magnaratengdum bassabongótrommum Í GARÐINUM HJÁ SÉR KLUKKAN ÞRJÚ AÐ NÓTTU?