föstudagur, febrúar 03, 2006

Ef ég get ekki talað fyrir fullum sal af fólki þá ávarpa ég bara ykkur

Ef Þjóðverjar hefðu farið svipaða leið við nýmyndun orðsins radio og vér, þá hefði það verið leitt af sögninni auswerfen > der Auswurf (sem er reyndar til í tæknimáli í merkingunni 'útskot').

Sem er ólíkt agalegra orð en der Rundfunk sem svo heitir í fínu máli. Segið þetta, Runnnnnndfunnnnnk. Ich habe es im Runnnnnndfunnnnnnk gehört. Með áherslu á síðara atkvæði: Rundfunnnnnnnnnk.

Ég ætla að hugleiða þetta nánar í bílnum mínum, sem svo vill til að heitir Der Bundeswagen Deutschland (BW Deutschland), að hætti konungsskipa.