þriðjudagur, janúar 31, 2006

Kúgun í valdi stærðar

Áðan þegar ég lýsti yfir í votta viðurvist við borð annars tveggja Turnframboðanna hvernig atkvæði mínu yrði varið, þá mætti ég hroka og hleypidómum slíkum sem ég hef aldrei séð áður. Dagfarsprúðar stúlkur og grannvaxnar létu gneista úr máluðum augum sínum, ásakanir um að ég væri valdur að helför gyðinga flugu um sali, óvinátta mín við lýðræðið var útmáluð sterkum litum, í stuttu máli leið ég píslarvætti pólitískrar sannfæringar minnar. Ég vona bara að ég fái nógu helvíti mörg röflsímtöl á næstu dögum til að ég megi afháskólalistaður verða.