Annars gat Rasmus Rask svosem verið fáviti líka eins og allir aðrir. Hann lagði til að orðin kannski og máski yrðu færð til betri vegar í myndinni skémá. „Eg get skémá falad bókina af Árna.“ Rökin fyrir þessari skoðun hans eru mér á huldu. Hann reif líka stólpakjaft við sjálfan Adam Oehlenschläger um orðið urkraft sem ölslegill notaði í kvæði, en það fannst Rasmusi æðstapresti þýskuskotið. Skemmst er frá því að segja að urkraft þótti mjög fagurlega myndað orð og hefur öðlast þegnrétt í dönsku. Sama er ekki hægt að segja um skémá í íslensku.
þriðjudagur, janúar 24, 2006
Previous Posts
- Barnaskóladanskan fleytir manni langt„From: "Atli ...
- Meira haha„Súr eru augu sýr, slík duga betr en spr...
- HahaSvo óheppilega vill til að orðin blóta og bles...
- Fjandinn hirði þig, LúðvíkAf hverju get ég ekki sk...
- Milli steins og sleggjudómaHvað er þetta, í einni ...
- Hvað ertu, tónlist?Það fer alltaf einhver unaðsleg...
- Merkingaraukarnir í orðinu þulur eru bara svo virð...
- Ég las Hávamál í gær, og í ljósi breytts atvinnula...
- Það var ekki ég sem skrifaði síðustu færslu. Friðb...
- Rökræður við fábjánaÍ samtali við nokkra rétttrúna...
<< Home