Annars gat Rasmus Rask svosem verið fáviti líka eins og allir aðrir. Hann lagði til að orðin kannski og máski yrðu færð til betri vegar í myndinni skémá. „Eg get skémá falad bókina af Árna.“ Rökin fyrir þessari skoðun hans eru mér á huldu. Hann reif líka stólpakjaft við sjálfan Adam Oehlenschläger um orðið urkraft sem ölslegill notaði í kvæði, en það fannst Rasmusi æðstapresti þýskuskotið. Skemmst er frá því að segja að urkraft þótti mjög fagurlega myndað orð og hefur öðlast þegnrétt í dönsku. Sama er ekki hægt að segja um skémá í íslensku.
<< Home