fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Nöturleg framtíðarsýn

Þegar ég benti kersknislega á að ýmsar algengar fæðutegundir vantaði í ísskápinn í morgun og spurði hvort ramadan væri hafinn, brást faðir minn elskaður ókvæða við og sagði að ég gæti bara keypt sjálfur það sem mig langaði svona mikið í.

Mér rann kalt vatn milli kollagens og sogæða þegar ég uppgötvaði að einn daginn verð ég að eyða stórum hluta tekna minna í jafn ómerkilegan hlut og matarinnkaup.