fimmtudagur, mars 15, 2007

Fræðin

Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum, heldur Mímisþing í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna (les: Viðar Hreinsson lofaði þeim ókeypis sal) laugardaginn 17. mars í fundarsal hennar, JL-húsinu við Hringbraut.

Skipulögð dagskrá stendur frá kl. 12 til 18 með tveimur hléum þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og kaffi. Þegar dagskránni lýkur verða drykkir til sölu (komið, kaupið bjór, Mímir er fátækur). Allir eru velkomnir (nema þeir sem koma vestan Suðurgötu).

Fyrirlesarar koma úr röðum íslenskunema, þeir eru flestir í BA- eða MA-námi, en á málþinginu kynna þeir niðurstöður úr rannsóknum sem þeir hafa stundað í námi sínu (þessar niðurstöður munu breyta veraldarsögunni). Fjórir fyrirlestrar verða um íslenskar bókmenntir en sex um íslenskt mál.

Fyrirlestrarnir eru þessir:

12:00 - 12:30 Atli Freyr Steinþórsson: „‘Ein sat hún úti’: Völvan í Völuspá“ (það er uppi á þessu typpið)

12:30 - 13:00 Nedelina Stoyanova Ivanova: „Eru fæturnir komnir út úr skápnum?“

13:00 - 13:30 Díana Rós Rivera: „Íslensk málstefna“

Hlé - léttar veitingar

14:00 - 14:30 Kristín Edda Búadóttir: „Þágufallshneigð“

14:30 - 15:00 Sigríður Geirsdóttir: „Konungur af Guðs náð“

15:00 - 15:30 Anton Karl Ingason: „Íslensk atkvæði - vélræn nálgun“

Hlé - kaffi

16:00 - 16:30 Aðalbjörg Bragadóttir: „Um bifreiðar í ljóðum atómskáldanna“

16:30 - 17:00 Ásta Kristín Benediktsdóttir: „Huglausar hetjur og grunsamlegir galdramenn“

17:00 - 17:30 Einar Freyr Sigurðsson: „Tölvan hjá mér er biluð. Notkun forsetningarinnar hjá í eignarmerkingu“

17:30 - 18:00 Lára Kristín Unnarsdóttir: „Talmálsáhrif í netspjalli“