þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Á bíó

Ég varð þeirrar gleði aðnjótandi í kvöld að sitja í kallfæri við konung stáls og hnífs og heyra hann öskra skoðun sína (þó í hvísl-stellingu) á atburðum kvikmyndarinnar No Country for Old Men í eyra spúsu sinnar um leið og þeir gerðust á tjaldinu.