sunnudagur, febrúar 10, 2008

Fyrsti sunnudagur í föstu og líkamsrækt

Sálmur þessa dags er eftir Matthías Jochumsson og boðar oss Íslandsherratign í ljósi sjoppuafneitunar vorrar í gærkvöld og hljóðar svo í Drottins nafni:

Við freistingum gæt þín
og falli þig ver,
því freisting hver unnin
til sigurs þig ber.
Gakk öruggur rakleitt
mót ástríðuher,
en ætíð haf Jesú
í verki með þér.

Amen.