fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Láttu mig vera, mér finnst Star Trek leiðinlegt

Það er ekkert spurning um það neitt!

Það eru einungis kvarthundrað manns komnir á Wilhelm-Schattner-listann á fésbókinni. Ha. Ég er andvaka á næturnar yfir þessu. Nú bárust þær fréttir í dag að Wilhelm hefði verið hætt kominn á skurðarborðinu í mjaðmaraðgerð þegar hann fékk hjartsláttartruflanir. Er það furða að maður hafi áhyggjur?

Listinn verður afhentur Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra bráðlega. Farið nú og rekrúterið ömmur ykkar í þetta.