fimmtudagur, janúar 31, 2008

Jestem Slavoj

Ég missti af Slavoj Žižek á laugardaginn. Ég var að horfa á hann í sjónvarpinu áðan. Mér líður eins og ég hafi verið í frjálsu falli í hálftíma og komið niður í sundlaug af marmelaði. Ég er með hjartslátt. Hvar getur maður lært slóvensku?

Núna man ég af hverju ég fór í háskólanám í hugvísindum.