föstudagur, janúar 18, 2008

Íslendingar eru ömurlegir í öllu

Það sem vakti athygli mína við skammarlegan og ófyrirgefanlega ömurlegan landsleik Íslendinga gegn Svíum í kvöld, var að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, var í markinu fyrir Svía. Nema í aukaköstum og vítum, þá kallaði hann á Christian Bale inn á völlinn. Af hverju veit ég ekki.

Þetta minnir mig á þessar ógnvænlegu lífsreynslur. Mér verður enn óglatt af kvíða þegar ég hugsa um þessar reynslur. Þegar ég sá þá með augunum mínum.