laugardagur, janúar 19, 2008

Hel

Kuldi og snjór hafa aldrei verið óvinur minn. Ég þrífst betur í snjó og kulda að vetrarlagi en blautu, brúnu grasi.

En núna hafa ofnarnir hjá mér verið bilaðir í þrjár vikur og þetta er eiginlega ekki hægt lengur. Ég er hættur að finna fyrir fótunum á mér. Það hrímdi í kókglasi á eldhúsborðinu í nótt.