mánudagur, janúar 28, 2008

Es lebe unser heiliges Deutschland

Myndin um Stauffenberg-plottið gegn Hitler í sjónvarpinu í gær var svolítið góð. Þetta var reyndar þýsk sjónvarpsmynd, Tom Cruise-myndin kemur í bíó í sumar eins og þið vitið. Ég ætla að sjá hana.

Ég furðaði mig á því hvað uppreisnin virtist vera víðtæk í herforingjaliðinu, ég hef alltaf lesið þennan atburð sem einhvers konar stundarbrjálæði í einum manni. En svo kemur í ljós yfirgripsmikil Hitler-antípaþía, sem ég hélt að hefði varla verið til. Það er að minnsta kosti minna gert til að halda henni á lofti en efni standa til. Gefur manni nýja sýn á tímann.