þriðjudagur, mars 18, 2008

Best

Rómantískir hljómsveitarforleikir sem enda á risastórri macho-útsetningu á þekktu stefi er besta tónlist í alheiminum. Gjörvöllum. Ég nefni Akademískan hátíðarforleik eftir Johannes Brahms sem lýkur á Gaudeamus igitur; Hátíðarmars eftir Pál Ísólfsson sem lýkur á Úr útsæ rísa Íslandsfjöll; 1812 eftir Tchaikovsky sem lýkur á rússneska keisarasöngnum; og forleikinn að Elverhøj eftir Kuhlau sem lýkur á Kong Christian.