þriðjudagur, apríl 08, 2008

Íslenzk einsöngslög

Eru æði, þvert á það sem ég hélt einu sinni.

Staðreynd: Til eru söngvarar (non-pólskir, meira að segja) sem sérhæfa sig í því að syngja sönglög á pólsku eftir Chopin, sem eru óintresant, leiðinleg og á máli sem er ógerningur fyrir útlendinga að bera rétt fram.

Til umhugsunar í framhaldi af þessu: Væri ekki gaman ef Bryn Terfel og Malcolm Martineau gæfu út portrett-disk með klassískum íslenskum sönglögum og kæmu síðan þegar tónlistarhúsið verður opnað og tækju Ásareiðina eftir Sigvalda Kaldalóns, eða Sverri konung eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, og Bryn full-coachaður í íslenskum söngframburði?

Möguleg afleiðing: Íslensk einsöngslög yrðu þá að költfyrirbrigði í klassíska tónlistarheiminum og áður en varði væri komið á fót Der Internationale Kaldalóns-Wettbewerb í Reykjavík, sem fram færi á fimm ára fresti og blóðheitir söngvarar segðu sig reglulega úr dómnefndinni eftir deilur um sigurvegarann.