sunnudagur, september 21, 2008

Die Herrschaft

Einu sinni fór ég í Vínaróperuna með bindi og stífan flibba. Í hlénu fór ég í nammisöluna. Þar var hjörð af amerískum unglingum í bol og stuttbuxum með derhúfur. Eftir skamma stund varð almenn óvissa um hver væri næstur, ég eða unglingskanarnir, og þeir spurðu nammisölukonuna: „Err, are we up?“ Og hún leit á unglingskanana, síðan á mig og sagði: „Nein. Die Herrschaft.“

Die Herrschaft. Það er allnokkrum stigum fyrir ofan Herr, nánast hans hágöfgi. Aldrei fær maður svona trakteringar í nammisölunni í Þjóðleikhúsinu eða Íslensku óperunni.

„Burt, burt, götubörn. Hans hágöfgi þarf næði til að setja rjómakúlurnar sínar í plastpokann sinn, burt.“

Niðurstaða þessa er að íslenskar nammisölukonur eiga að tileinka sér evrópska hýperkurteisi.