laugardagur, júní 07, 2008

Aldrei getur maður sofið út þegar maður ætlar sér það

Og þá kemur upp í hugann saga úr neðanmálsgrein í Íslensku málfari eftir Árna Böðvarsson sem hefur lengi verið í uppáhaldi:

„Norðlenski framburðurinn er víða rímskorðaður, og oft verður að nota hann til að halda stuðlum þótt ritað sé hv. Á þingmannsárum Þorsteins Þorsteinssonar þurfti annar þingmaður að finna hann að máli, hitti þingfélaga sinn og sagði:

Hafið þið séð þrjótinn þann,
Þorstein Dalasýslumann?

Sá sem ávarpaður var svaraði þegar:

Kom ég víða, en hvergi fann
karl-helvítis-andskotann.

Það fylgdi sögunni að Þorsteini hefði verið vel skemmt að heyra vísuna.“