mánudagur, maí 05, 2008

Mamma eða Mötun upplýsinga fer úr böndunum eða Svona hrynja einræðisríki

M: Ég er ósátt við bloggið þitt.
É: Vá. Ha? Vissir þú af tilvist internetsins?
M: Mér fannst þetta um að [deletum] vera ósmekklegt og ekki fyndið.
É: Hvernig komst þú inn á síðuna mína? Ég hef aldrei sagt þér slóðina. Fórstu á Google? Hver kenndi þér á Google?
M: Þetta var ekki fyndið.
É: Þarf ég núna að fá mér aðra bloggsíðu eða hvað?
M: Ég finn hana líka.