miðvikudagur, apríl 23, 2008

Kínverska

Þetta er fáránlega öflug frammistaða hjá forsætisráðherra Ástralíu. Verra samt að hann hafi farið á fund með forstjórum Rio Tinto, en eins og lesendur Draumalandsins vita þá er Rio Tinto einhvers konar frontur fyrir flugnahöfðingjann hér á jörð, nokkurs konar and-Vatíkan.

Ég efast meira að segja um að víkingasveit herlögreglunnar í Rio de Janeiro geti ráðið við Rio Tinto.