Um framburð í ljósvakamiðlum eða Yheiður Z. Xursdóttir tekur til máls
Nú um stundir er fullt af latmæltum Austurríkismönnum í sjónvarpinu að tjá sig um karlmann sem [deletum]. Það gera ekki margir feður. En hvað um það, Austurríkismennirnir segja ekki [aindojtíx] fyrir ‘eindeutig’ heldur [eeeeendöytíx] af því að þeir eru sveitamenn sem vilja ekki tala háþýsku.
Það er gott og blessað. Annað einkenni á suðrænni sveitaþýsku er að fella brott í ritmáli stoðhljóð í enda atkvæðis á undan sónóröntum svonefndum, eins og menn kannast við í nafni tónskáldsins Haydn (í stað Hayden til dæmis, eins og er ritað þegar nær dregur Norðursjó).
Engu að síður er þetta nafn utan Stórþýskalands borið fram eitthvað í líkingu við [haiden], semsé með stoðhljóði þótt ekkert sé í rithætti. Þjóðverjar sjálfir fara örlítið aðra leið; hafa n-ið síðasta atkvæðisbært, og ber það í hljóðritun lóðrétt strik niður úr sér því til táknunar, svo að n-ið oftnefnda sé lengi í nef kveðið, án stoðhljóðs. Framburður verður því eitthvað í líkingu við [haid-nnnnnnnn].
Sama er uppi á teningnum í nafni föðurins greiðvikna, en hann heitir Josef Fritzl. Ekkert er þar stoðhljóð til að gefa til kynna að l-ið síðasta, sónórant af sömu ætt og n-ið í Haydn, sé atkvæðisbært og raddað, og nafnið því útlagt [fridds-lllllllll].
Nú hefði maður ætlað að Haydn-reglan væri mönnum um alla jarðarkringluna svo gjörkunnug, jafnt Palestínuaröbum á Gaza sem Masai-veiðimönnum í Afríku og líka fjölmiðlamönnum á Íslandi, að ekki þyrfti að minna á slík sjálfsögð sannindi. Öðru er nær.
Allir sem um þetta mál hafa fjallað hafa farið með ættarnafn þessa manns eins og um eitt atkvæði væri að ræða en ekki tvö, og sagt [friddsl] eða jafnvel [frissdl], með l-ið óraddað, sem ég hef lengi sagt að væri ljótasta hljóð í íslensku og bæri að útrýma. Þetta er eins og ef nafn tónskáldsins Haydns yrði borið fram sem eitt atkvæði með órödduðu n-i og sagt [haidn], eða eins og það væri stafsett Hænn, og rímaði við ‘kænn’ eða ‘vænn’. Það á að ríma hér um bil við ‘lætin’ eins og menn vita (sunnlensku útgáfuna). Á sama hátt á nafnið Fritzl að ríma nokkurn veginn við ‘fiddle’ í ensku, sem er tvö atkvæði, ekki eitt.
Nokkrir menn [deletum] eiga sökótt við Jósef þennan (Fritzl þeas., ekki Haydn, guð minn góður). Samt tel ég brýna nauðsyn til þess að bera nafn hans rétt fram, ekki [friddsl] eða [frissdl], heldur [friddsel], vegna þess að það er sannleikur, en hitt lygi.
Nú um stundir er fullt af latmæltum Austurríkismönnum í sjónvarpinu að tjá sig um karlmann sem [deletum]. Það gera ekki margir feður. En hvað um það, Austurríkismennirnir segja ekki [aindojtíx] fyrir ‘eindeutig’ heldur [eeeeendöytíx] af því að þeir eru sveitamenn sem vilja ekki tala háþýsku.
Það er gott og blessað. Annað einkenni á suðrænni sveitaþýsku er að fella brott í ritmáli stoðhljóð í enda atkvæðis á undan sónóröntum svonefndum, eins og menn kannast við í nafni tónskáldsins Haydn (í stað Hayden til dæmis, eins og er ritað þegar nær dregur Norðursjó).
Engu að síður er þetta nafn utan Stórþýskalands borið fram eitthvað í líkingu við [haiden], semsé með stoðhljóði þótt ekkert sé í rithætti. Þjóðverjar sjálfir fara örlítið aðra leið; hafa n-ið síðasta atkvæðisbært, og ber það í hljóðritun lóðrétt strik niður úr sér því til táknunar, svo að n-ið oftnefnda sé lengi í nef kveðið, án stoðhljóðs. Framburður verður því eitthvað í líkingu við [haid-nnnnnnnn].
Sama er uppi á teningnum í nafni föðurins greiðvikna, en hann heitir Josef Fritzl. Ekkert er þar stoðhljóð til að gefa til kynna að l-ið síðasta, sónórant af sömu ætt og n-ið í Haydn, sé atkvæðisbært og raddað, og nafnið því útlagt [fridds-lllllllll].
Nú hefði maður ætlað að Haydn-reglan væri mönnum um alla jarðarkringluna svo gjörkunnug, jafnt Palestínuaröbum á Gaza sem Masai-veiðimönnum í Afríku og líka fjölmiðlamönnum á Íslandi, að ekki þyrfti að minna á slík sjálfsögð sannindi. Öðru er nær.
Allir sem um þetta mál hafa fjallað hafa farið með ættarnafn þessa manns eins og um eitt atkvæði væri að ræða en ekki tvö, og sagt [friddsl] eða jafnvel [frissdl], með l-ið óraddað, sem ég hef lengi sagt að væri ljótasta hljóð í íslensku og bæri að útrýma. Þetta er eins og ef nafn tónskáldsins Haydns yrði borið fram sem eitt atkvæði með órödduðu n-i og sagt [haidn], eða eins og það væri stafsett Hænn, og rímaði við ‘kænn’ eða ‘vænn’. Það á að ríma hér um bil við ‘lætin’ eins og menn vita (sunnlensku útgáfuna). Á sama hátt á nafnið Fritzl að ríma nokkurn veginn við ‘fiddle’ í ensku, sem er tvö atkvæði, ekki eitt.
Nokkrir menn [deletum] eiga sökótt við Jósef þennan (Fritzl þeas., ekki Haydn, guð minn góður). Samt tel ég brýna nauðsyn til þess að bera nafn hans rétt fram, ekki [friddsl] eða [frissdl], heldur [friddsel], vegna þess að það er sannleikur, en hitt lygi.
<< Home