þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Ómenning

Blessaðir frjálshyggjungarnir andskotast út í tónlistarhúsið. Það sem þarf að gera er eftirfarandi: veita jafnmiklu fjármagni til menningarinnar og gert er til, við skulum segja, íþrótta. Sjáið til dæmis allar fótboltafílabeinshallirnar sem spretta upp eins og gorkúlur, því að halda þarf öllum helvítis úthverfafótboltamömmunum og -bullunum ánægðum! Það er ekki eins og sá hópur fjármagni þessi mannvirki með félagsgjöldunum í Fylki!

Nei, hingað og ekki lengra. Nú verður skorið á öll framlög til íþrótta í þessu landi og því fé mun síðan nefnd ráðstafa sem ég veiti forsæti. Þá kemst allt í lag.