mánudagur, mars 29, 2004

Die Franzosen, ach ja die Franzosen

Fyrir utan það að hafa skíttapað í öllum vopnuðum átökum síðustu aldar eru Frakkar ágætisþjóð með skemmtilegt tungumál. Franskt barokk er einnig mjög áheyrileg tónlist og þá sérstaklega trúarleg tónlist fyrir þær sakir sem að neðan verða nánar tilgreindar.

Franskt trúarbarokk er nefnilega gjarnan sungið á latínu. Og ekkert franskt trúarbarokk er fullkomið nema það sé flutt af Frökkum, jafnt hljóðfæraleikurum sem söngvurum. Frakkarnir syngja latínuna með sínu franska nefi (enda er franskur framburður á öllum orðum sá eini rétti, eins og menn kannast við) og er þá um aungvan klassískan latneskan framburð að ræða eins og hægt er að sjá örfá skemmtileg dæmi um hér.

Þar hafið þið það. Oddur Ástráðsson styrkti gerð þessarar færslu.