mánudagur, mars 28, 2005

Síðan ég keppti í Gettu betur er amma orðin fanatískur áhugamaður um þann leik og skrifar niður úrslit úr hverri keppni, sér til skemmtunar og samanburðar. Amma segir samt ekki stig heldur atkvæði. Áðan var hún að tala um úrslitin og sagði við mig: „Ja, það munaði bara þremur atkvæðum!“ Amma er skemmtileg.