föstudagur, apríl 08, 2005

Æstar grúppíur mínar muna líklegast til færslu minnar á gamlársdag 2003. Þar bloggaði ég um þennan ágæta mann, David Crystal, sem er reyndar nokkuð líkur erkibiskupnum af Kantaraborg. Ekki að það skipti máli. Og þó, kannski á einhverju merkingarlegu súbstratúmi.

Kjarni málsins er þessi: Ég veit ekki hvað ég geri ef ég kemst ekki á fyrirlesturinn hans.

Mér líður eins og stelpu í brúnu pilsi með túberað hár á leið á Bítlatónleika.