föstudagur, ágúst 26, 2005

Katrín Jónsdóttir eða Æi, andskotinn, af hverju er regluverkið ekki fullkomið?

Við franska málfræðibók sem útskýrir hugtakið gérondif með málsgreininni „Pierre est descendu en chantant la Marseillaise (Pierre fór niður sönglandi franska þjóðsönginn)“ er ekki annað að gera en grípa á færi og kaupa.

Annars varð ég fyrir hálfgerðu andlegu áfalli um daginn þegar ég komst að því að engin málsöguleg rök eru fyrir því að hafa z í verslun, þar sem orðið er bara alls ekki dregið af verði (enda ekki hægt að „verðsla vöru“) heldur af orðasambandinu að verja vöru (= selja vöru, höndla með hana). Menn sjá í hendi sér að ekkert tannhljóð er í vöru og ekki heldur í verja vöru (sem er notate bene figura etymologica, orðasamband þar sem öll orð eru af sama stofni, s.s. segja sögu, græja græju, gefa gjöf, baka böku osfrv.) Þetta hefur valdið mér miklum brotum á heila.