þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Sá einhver japönsk-frönsku myndina á RÚV um daginn? Hún fjallaði um belgíska konu sem svo vildi til að var bílíngvöl, frönsku-japönsku, og varð sér úti um starf hjá japönsku stórfyrirtæki. Myndin fjallaði um skítastarf hennar og erfið samskipti við japanska yfirmenn. Þeir voru alltaf reiðir og urruðu til að láta það í ljós. Horfðu svona á hana með stingandi augnaráði og urruðu aðeins. Kannski er það menningarhefð í Japan.