miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Aftur úr Fréttablaðinu

Fyrrverandi framsóknarráðherra er að nöldra yfir fordómum gegn Framsóknarflokknum [öðru nafni mafíunni], sem flestir menn með óskaddaða geðsmuni óska reyndar ofan í salt og ösku, en hvað um það, hann segir:

„Ég hafði ekki verið lengi í Reykjavík þegar ég fór að finna fyrir pólitískum fordómum á mínu eigin skinni. Fúslega hafði ég samþykkt þá beiðni að nafni mínu væri raðað ofarlega á lista, sem framsóknarmenn í háskólanum stóðu að í stúdentaráðskosningum haustið 1947. En þá brá svo við að ýmsir málkunningjar mínir úr Reykjavík lýstu furðu sinni og sögðust ekki trúa því að ég væri „frammari“! Ég féll einhvern veginn ekki inn í reykvíska staðalímynd af framsóknarmanni.“

Söguvitund mín er ekki þroskaðri en svo að ég hélt í alvöru að orðið „frammari“ hefði orðið til árið 2001, stuttu áður en Snæbjörn sagði það við mig í fyrsta sinn.