föstudagur, febrúar 23, 2007

Þórbergur

Um daginn gerði ég tvo þætti um Þórberg Þórðarson á Rás 1. Orðin „Müllersæfingar“ og „hitastigsmælingar“ komu ekki fyrir í þættinum. Mér voru áhrif Þórbergs ofarlega í huga og hagaði spurningum eftir því. Þáttaröðin hét þess vegna „Þórbergur Þórðarson og allir hinir“, en ekki til dæmis „Þórbergur Þórðarson einn og grátandi úti í horni“ sem nýja bókmenntasagan gefur til kynna að hann hafi verið með fyrirsögninni „Bókmenntalegur andófsmaður“. Hvað þýðir það eiginlega?

Ég talaði við Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur, bókmenntafræðing; Hallgrím Helgason, rithöfund; Pétur Gunnarsson, rithöfund; Bergljótu S. Kristjánsdóttur, prófessor; Stefán Mána, rithöfund, og Þórarin Eldjárn, rithöfund.

Við Pétur ræddi ég sérstaklega mögulegan skyldleika við Proust, og ég bað Þórarin Eldjárn að bera Þórberg saman við misskildan snillinginn Jóhannes Birkiland og magnum opus hans, Harmsögu ævi minnar.

Skilaboðin í þættinum voru eiginlega að allir ættu að lesa Jóhannes Birkiland en ekki Þórberg Þórðarson.

Fyrri þátturinn er hér, og sá seinni hér.