miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Hugmynd

Ég hefi tekið eftir því að tvær þeirra þriggja fyrirsagna sem ég hefi ritað á síðu þessa eru á latínu. Er það fyrirboði um eitthvað, gæti einhver spurt. Því er til að svara að það er aldrei að vita hvort þetta verði ritað á a) latínu, b) tokkarísku eða c) persnesku með tíð og tíma.

Ég skil þó ekki aðra framhaldsskóla sem eru að myndast við að kenna latínu. Ég hélt að allir vissu að sú kennsla ætti einungis heima í einum skóla á Íslandi (ókei, kannski tveimur en það er nú ekki útséð með þann seinni).

Þetta verður meðal þess fyrsta sem ég geri þegar ég næ guðlegu valdi á öllum hlutum; að úthýsa raungreinum úr Menntaskólanum í Reykjavík og banna kennslu í þeim fögum allt til heimsslita, endurnefna skólann Latínuskólann, taka upp námskrána (eða reglugerðina, öllu heldur) frá 1850 og banna öðrum menntastofnunum í landinu kennslu í þeim eðlu classicis.

Yrði þetta ekki vinsælt?