þriðjudagur, maí 27, 2003

Æ

Þetta er ótrúlegt. Það er alveg sama hvert ég fer, þar eru þau. Ef ég sit á tónleikum í Skálholti, þar eru þau. Ef ég geng fram hjá Landakotskirkju, þar keyra þau fram hjá á CD-númeraða Range Rovernum. Ef ég fer á sinfóníutónleika, hver eru fyrir framan mig í röðinni? Jú, þýsku sendiherrahjónin.

Þar sem ég er, þar eru þau. Herra og frú doktor Dane virðast elta mig á röndum af óútskýranlegum ástæðum. Ég hlýt að vera fyrsti Íslendingurinn sem er stalkaður af sendiherra erlends ríkis.

Ég er hræddur.