mánudagur, desember 08, 2003

Annað Helgablogg

Helgi Ingólfsson sat yfir í þýskuprófi áðan þar sem ég var staddur. Þegar liðið var á prófið tók hann upp minnisblokk og hripaði eitthvað niður. Kannski var það upphafið að nýrri skáldsögu, sem kannski hljóðaði einhvern veginn svona:

„Sigurgísli Hermóðsson handavinnukennari var staddur í prófyfirsetu þegar mannræningjarnir komu og tóku hann.“