föstudagur, desember 19, 2003

Samtal í BT í dag

Kona (bendir á DVD-diskinn Austin Powers: The Spy Who Shagged Me): Bíddu, þetta er fyrsta myndin er það ekki?

BT-starfsmaður: Ha, jú. Þetta er hún.

Kona (handfjatlar DVD-diskinn): Hvað hét þarna önnur myndin aftur?

BT-starfsmaður: Hún, hérna ...

Kona: Gold ...

BT-starfsmaður: Gold ...

Kona: Goldfinger!!

BT-starfsmaður (þurrlega og á mjög matter-of-fact hátt): Já, einmitt, Goldfinger.

Bæði skilja, að því er virðist ánægð með tjáskiptin.

URRRRRRRRRRRRRRRRRRG!