miðvikudagur, janúar 28, 2004

DV

Hvað sem annars má segja um DV, þá mega þeir eiga það að málfarshornið þeirra (sem er alltaf á áberandi stað á síðu 2) er ótrúlega skemmtilegt. Hrokafullt og hvefsið í garð málsóða. Gott mál.

Eitthvað annað en Íslenskt mál í Mogganum sem er ekki svipur hjá sjón eftir fráfall Gísla Jónssonar. Jón G. Friðjónsson færir lesendum sínum ritgerðir sem eru sjaldan annað en hornklofar, stjörnumerkingar, skáletranir, einfaldar gæsalappir og afleiðslutákn. Sem er allt saman mikilvægt og góðra gjalda vert ... í fræðiritum. Ekki lesendavænum greinum í dagblaði.

Greinarnar hans Gísla voru góðar. Þær voru litteratúr.


Meira um málvöndun

Áðan notaði ég lýsingarorðið 'hardkor' um Íslendingasagnaútgáfur Fornritafélagsins. Það var gaman.


Punkturinn

Menningarleg endurreisn Norðurlanda er hafin.