föstudagur, janúar 23, 2004

Viðburður

Brotið var í blað í tónlistarsögu mannkynsins þegar okkar frábæra Sinfóníuhljómsveit lék 1812-festívalóvertúrinn í gær. Þar var lamið og sparkað í tómar, ryðgaðar olíutunnur í stað þess að hringja kirkjuklukkum í lokin. Takk, Sinfó.

Sem betur fer hafði RÚV vit á því að róa sjokkeraða útvarpshlustendur niður (ég var að minnsta kosti miður mín) með ótrúlegri upptöku The English Concert á Divertimento KV 138 eftir Wolfí og þeim trausta KV 525. Ég hef ákveðinn grun um að þetta sé sami diskurinn og sá frá Harmonia Mundi með Andrew Manze sem fylgdi því sniðuga blaði BBC Music Magazine í september síðastliðnum. Guð blessi BBC.