mánudagur, mars 27, 2006

David

Mig langar að vekja athygli á þessari brjáluðu mynd. Svona gera menn ekki lengur, því miður. Ekki síðan leiðtoga-symbólismi fékk á sig vont orð. Mig langar líka að vekja athygli á hinni stórkostlegu laumu-táknbeitingu neðst á myndinni, sem felst í því að rista nafn Karls mikla geðveikt klunnalega á klöppina, og síðan skör hærra meitla BONAPARTE með ævintýralegum settlegheitum.