fimmtudagur, mars 23, 2006

Í sögulegri fjarlægð

Þegar ég horfi á Gettu betur núna finnst mér eins og ég sé rómverskur herforingi sem stendur á Fórum Rómanum og horfir á ótínda Austgota og Vandala ryðjast inn í Kúríuna og brenna hana til grunna, miðpunktinn í þúsund ára ríkinu sem hann tók þátt í að hefja til vegs en tapaði síðan einn góðan veðurdag þegar minnst varði.