mánudagur, mars 13, 2006

Bemerkung

„Glitnir er fornt, norrænt heiti sem ber með sér traust og kraft. Það er stutt og laggott og auðvelt í meðförum um allan heim. Þá er nafnið þekkt á Íslandi sem heiti á traustu og öflugu fjármálafyrirtæki.“

Auðvelt í meðförum um allan heim, óekkí. Hvaða skilaboð sendir Íslandsbanki til Finna þar sem samhljóðaklasar á borð við gl- eru ekki leyfðir í framstöðu? Ha?

Ekki er hægt að skilja þessa breytingu öðruvísi en sem huglæga kjarnorkuárás á hið finnska málsvæði.